Kostnaður

Hvað kostar að taka bílpróf

 

Kostnaður við ökunámið

Ökuskóli 1: 7.900,- til 17.000,-
Ökuskóli 2: 7.900,- til 17.000,-
Ökuskóli 3: 43.000,-
Bóklegt próf: 3.800,-
Verklegt próf: 10.900,-
Ökuskírteini: 3.500,-
Ökutími hjá ökukennara: 10.900,-
Lágmark 16 tímar.

Samtals áætlað
269.600,-

Akstursmat: 9.500,-

Kristján Kristjánsson ökukennari-Bílpróf

Bílpróf-ökunám

Ökunám getur hafist við 16 ára aldur.

Kristján Kristjánsson ökukennari-Kennslubíllinn

Kennslubílarnir

VW Passat og Chevrolet Toscana

Spurt og svarað

Spurt og svarað

Algengar spurningar og svörin við þeim

Þægilegir og skemmtilegir í akstri

Sjálfskiptur bíll í boði fyrir þá sem þurfa eða hafa áhuga á því að taka ökunámið á sjálfskiptan bíl.

Kristján Kristjánsson ökukennari

 

  • Sími: 892-9171
  • Bílpróf: 1. apríl 1971
  • Meirapróf og rútupróf: 1974.
  • Ökukennararéttindi: 1986.

Hvað með fötlun eða lestrarörðuleika?

Ef fatlaðir hafa næga hreyfigetu til að þeir geti stjórnað bíl af öryggi með hjálpartækjum þá er þeim mögulegt að öðlast ökuréttindi. Slíkt er þó háð mati læknis og annarra sem athuga hvernig hjálpartæki vinna í stjórn bílsins. Dæmi um lestrarörðugleika er lesblinda (dyslexía), torlæsi, ólæsi eða tungumálaerfiðleikar. Þeir sem eiga í slíkum vandamálum fá aðstoð við lestur í skriflegum prófum.
bílpróf

Hvenær getur þú byrjað

þú getur byrjað ökunámið við 16 ára aldur. Skynsamlegt er að ætla sér góðan tíma í ökunámið því að tímaskortur og akstur fara illa saman. Hvenær ökunám er hafið fer eftir ýmsum þáttum svo sem árstíð, búsetu, efnahag, persónulegum aðstæðum eða löngun viðkomandi til að aka. Fyrsta skrefið í ökunáminu er að ræða við ökukennara sem þú velur sjálfur. Um leið og nám hefst þarf að sækja um námsheimild til sýslumanns. Það er gert með því að fylla út umsókn um ökuskírteini..

bílpróf

Hvað fellst í almennum ökuréttindum?

Eftir að hafa staðist prófið færðu ökuskírteini útgefið. Almenn ökuréttindi gefa rétt til að aka fólks- eða sendibifreið sem er ekki þyngri en 3.500 kg og með sæti fyrir mest 8 farþega auk ökumanns. Bifreiðin má vera með tengdan eftirvagn eða tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd, eða sem er meiri en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, en þá má leyfð heildarþyngd beggja ökutækja ekki vera meiri en 3.500 kg samtals. Ennfremur máttu aka léttu bifhjóli (skellinöðru) og bifhjóli á þremur eða fleiri hjólum. Sá sem er yngri en 21 árs má þó ekki stjórna bifhjóli á þremur hjólum sem er aflmeira en 15 kW. Einnig máttu aka torfærutæki t.d. vélsleða, dráttarvél og vinnuvél í umferð en þó ekki vinna á hana, til þess þarf vinnuvélaréttindi.

Hvernig fer ökuprófið fram?

Ökuprófið samanstendur af krossaprófi, munnlegu prófi og akstursprófi. Krossaprófið er tekið í hópprófi og er svarað á sérstök svarblöð. Spurt er um efni sem þú hefur lært í ökuskólanum og hjá kennaranum en niðurstöður úr því prófi færð þú strax í próflok. Í munnlega prófinu sem tekið er í bílnum áður en farið er í aksturinn er spurt um ýmislegt sem snertir bílinn sjálfan eins og gaumljós, stjórn- og öryggistæki og hluti sem tengjast viðhaldi bílsins. Í akstursprófinu er ekið um ákveðnar prófleiðir og prófdómari skráir niður plúsa og mínusa og reiknar síðan í lokin stig próftakans. Ef heildarstigatala fer undir 80 hefur próftaki ekki staðist prófið.