Spurt og svarað
Algengar spurningar um ökunám og svörin við þeim.
Hvenær get ég byrjað og hvert leita ég
Ökunám getur hafist við 16 ára aldur. Skynsamlegt er að ætla sér góðan tíma í ökunámið því að tímaskortur og akstur fara illa saman. Hvenær ökunám er hafið fer eftir ýmsum þáttum svo sem árstíð, búsetu, efnahag, persónulegum aðstæðum eða löngun viðkomandi til að aka. Fyrsta skrefið í ökunáminu er að ræða við ökukennara sem þú velur sjálfur. Um leið og nám hefst þarf að sækja um námsheimild til sýslumanns. Það er gert með því að fylla út umsókn um ökuskírteini.
Hvar sæki ég um ökuskírteini/námsheimild
Sýslumenn annast útgáfu ökuskírteina í umboði ríkislögreglustjóra. Á stór Reykjavíkursvæðinu er sótt um ökuskírteini á skrifstofu sýslumanns höfuðborgarsvæðisins að:
Á landsbyggðinni:
Á skrifstofu viðkomandi sýslumanns
Athugið að umsókn um æfingaakstur og leiðbeinendaþjálfun er skilað inn á sama stað.
Hvar finn ég umsóknareyðublöð
Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á vef lögreglunnar. Hægt er að fylla það út í tölvu og prenta út áður en farið er til sýslumanns. Hér má finna upplýsingar um hvað skal fylgja umsókninni.
Hvað á ég að spyrja ökukennarann um
Hvað er ökunámsbók
Ökunámsbók er samskipta- og upplýsingabók allra þeirra er koma að ökunámi. Við upphaf kennslu skal ökukennari afhenda ökunema ökunámsbók. Hún skal sýna feril ökunáms frá upphafi þar til ökupróf er staðið. Bókin er eign nemandans og hann geymir hana á meðan á ökunámi stendur. Hún skal höfð með í alla kennslutíma, bóklega og verklega og hana skal leggja inn til sýslumanns ef sótt er um æfingaleyfi sem og við komu í próf. Prófdómarar votta í ökunámsbók staðið skriflegt og verklegt ökupróf.
Hvað þarf ég að taka marga ökutíma
Afar mismunandi er hversu marga ökutíma nemandi þarf. Algengur tímafjöldi er á bilinu 19-25 tímar en samkvæmt námsskrá á tímafjöldinn að vera að lágmarki 17-25 tímar. Við leggjum áherslu á að gott ökunám er fyrst og fremst ódýr fjárfesting einstaklings í eigin umferðaröryggi.
Hvað er gert í ökuskóla eða ökugerði?
Á námskeiðum er farið yfir grundvallaratriði er snerta skilning á umferðinni, helstu umferðarreglur, umferðarmerki, umferðarsálfræði, verkefni unnin o.fl. Einnig er aðstoðað við undirbúning ökuprófs. Lengd námskeiða er 25 kennslustundir og er þeim skipt í fyrsta hluta (Ö1), annan hluta (Ö2) og þriðja hluta (Ö3). Ætlast er til að Ö1 sé tekinn fyrir æfingaakstur með leiðbeinanda og Ö2 áður en farið er í skriflega prófið. Ö3 fer fram í ökugerði að jafnaði stuttu fyrir próf, en í undantekningatilvikum er hægt að taka Ö3 á fyrstu þremur árunum eftir að bráðabirgðaskírteini er fengið en þó áður en fullnaðarskírteini er gefið út. Í ökugerði er líkt eftir aðstæðum þar sem veggrip minnkar og reynt á samspil hraða og veggrips með því markmiði að neminn geri sér ljóst hversu auðvelt og fyrirvaralaust er hægt að missa stjórn á bifreið. Fjallað er sérstaklega um öryggis- og verndarbúnað bifreiða, áhrif áfengis og annarra vímugjafa sem og þreytu á aksturshæfni.
Hvað er leiðbeinandaþjálun eða æfingaakstur?
Umsókn um æfingaleyfi er í ökunámsbók (B réttindi á bls. 7).